Jákvæð uppbygging hefur átt sér stað í barnastarfi Skíðafélags Siglufjarðar, Skíðaborgar á undanförnum árum.

Vetrarstarfið var toppað um liðna helgi þegar 46 þátttakendur, þar af 24 átta ára eða yngri tóku þátt í Andrésar Andar leikunum á Akureyri.

Þar keppti þessi kraftmikli hópur bæði í alpagreinum og á gönguskíðum.

Aðalfundur félagsins fór fram þriðjudaginn 26. apríl og var kosið þar í stjórn og foreldraráð SSS.

Framtíð barna- og unglingastarfs félagsins er björt og verður gaman að fylgjast með í náinni framtíð.

Myndir/aðsendar