Um næstu helgi verður það sem kallast “Blús milli fjalls og fjöru”, sem er blúshátíð á Patreksfirði. Þar munu koma fram hljómsveitirnar Sniglabandið, Kentár og Mugison Blúsband.
Tónleikarnir verða í Félagsheimilinu á Patreksfirði.
Föstudagskvöldið 31. ágúst er það Sniglabandið ásamt blásarasveit sem blúsar sig inn í hug og hjörtu viðstaddra.
Laugardagkvöldið 1. september eru það Mugison Blúsband og hljómsveitin Kentár sem koma fram.
Þetta mun verða í sjöunda skiptið sem blúshátíðin Milli fjalls og fjöru er haldin á Patró.
Fréttamenn Trölla verða á staðnum – með myndavélarnar.
Miðasala er á midi.is
Rétt er að benda á nokkra gististaði á svæðinu:
Fosshótel sími 456-2004
Hótel West 456-5020 og 893-3414
Stekkaból 864-9675
Ráðagerði 456-1560
Bjarmaland 891-8038
Svo er mjög gott og vel búið tjald- og hjólhýsasvæði með salernis- og sturtuaðstöðu um 50 merta frá hátíðarsvæðinu,
ásamt eldunaraðstöðu og fl. Það er vert að geta þess að Bjarmaland er á Tálknafirði um 16 km. frá hátíðarsal.
Akstur frá Reykjavík tekur 4 og 1/2 tíma um stórbrotið landslag sem á sér ekki hliðstæðu.
Frétt: Gunnar Smári Helgason