Í dag – 29. ágúst er afmælisdagur Gústa guðsmanns eins og við Siglfirðingar kölluðum hann alltaf. Ágúst Gíslason, eins og hann hét réttu nafni, fæddist þennan dag árið 1897. Hann lést 25. mars árið 1985.

Á þessum afmælisdegi kemur Gústi aftur til Siglufjarðar, já þetta er alveg satt því að við, undirritaðir áhugamenn um minningu Gústa guðsmanns, höfum látið gera styttu af Gústa sem reist verður innan skamms á Ráðhústorginu á Siglufirði, þar sem hann predikaði og ræddi málin við bæjarbúa, milli sjóferða.

Minnisvarðinn mun varðveita um ókomna tíð minninguna um guðsmanninn, kristniboðann, sjómanninn og alþýðuhetjuna. Hann mun setja sterkan svip á Ráðhústorgið og bæinn okkar.

Opnaður hefur verið styrktarreikningur í Arion banka á Siglufirði til að kosta gerð styttunnar og hafa margir lagt fram fé nú þegar.

 

.

Númer reikningsins er: 0348 – 26 – 2908
Kennitala áhugamannafélagsins er 500817-1000

Við hvetjum áhugasama til að styrkja gerð styttunnar og leggja fram fé í söfnunina, allt eftir efnum og aðstæðum hvers og eins. Öll framlög eru vel þegin.

f.h Sigurvins – áhugamannafélag um minningu Gústa guðsmanns.
Vigfús Þór Árnason, Kristján L. Möller og Hermann Jónasson

 

Frétt og myndir: aðsent