Á undanförnum þremur árum hefur það verið að aukast á skíðasvæðinu í Skarðsdal að hópar af fjallaskíðamönum hafi verið að koma inn á skíðabrekkurnar og nota alla aðstöðu skíðaskálans án þess að borga sig inn á svæðið.

Verst þykir forsvarsmönnum skíðasvæðisins að þessir hópar eru að skíða upp brekkurnar og trufla þá gesti sem eru komir til að njóta þess að skíða niður eins og gert er ráð fyrir í skíðabrekkunum. Eins hafa þessir hópar verið að ganga fyrir snjótroðarann og trufla þá vinnu.

Til stendur að setja upp skilti til að sporna við þessari þróun í náinni framtíð. Eins má skoða það að benda fjallaskíðahópunum sem gista á hótelum bæjarins hverjar reglur skíðasvæðisins eru.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: Egill Rögnvaldsson