Í tilefni af áttræðisafmælisári Heimis Kristinssonar, fyrrverandi skólastjóra á Húsabakka í Svarfaðardal og kennara á Dalvík, bauð hann ásamt fjölskyldu sinni til ljósmyndasýningar í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík, með völdum myndum úr safni sínu sem telur þúsundir mynda.

Myndirnar eru flestar frá árunum 1960-1980, teknar á Dalvík og í nágrenni af stöðum, fólki og mannamótum á svæðinu og sýna að auki byggðaþróun þar í gegnum tíðina. Formleg opnun sýningarinnar  “Með því móti” var laugardaginn 7. mars. Sýningin mun standa áfram í Bergi til 2. apríl.

Sjá nánar: hér

Mynd: Dalvíkurbyggð