Þann 31. mars sl. voru unnar skemmdir á knattspyrnuvellinum á Ólafsfirði þegar ökumaður jeppa keyrði inn á völlinn og spólaði hann upp.

Eins og sjá má hafa orðið töluverðar skemmdir á vellinum og ekki er vitað að svo stöddu hver kostnaðurinn við viðgerðirnar verða.

Haft hefur verið samband við Lögregluembættið á Norðurlandi eystra og óskað eftir lögregluskýrslu.

Frétt fengin af vef: Fjallabyggðar
Myndir: Gunnar Smári Helgason