Í tilefni af 17. júní ætlar Slökkvilið Fjallabyggðar að hafa opið hús á slökkvistöðinni á Siglufirði þar sem gestir og gangandi geta skoðað tæki slökkviliðsins. Auk þess verður sjúkrabíll á staðnum. Opið verður á milli 13 og 16.

Uppúr klukkan 15 ætla slökkviliðsmenn á Ólafsfirði að bjóða börnum í bíltúr í slökkvibíl. Ekið verður frá Tjarnarborg.