Ef svo er og þú ert á aldrinum 18-30 ára og hefur ekki eignast börnert ekki barnshafandi, hefur ekki ofnæmi fyrir skelfiski, ert ekki að taka inn sterk verkjalyf vegna annarra verkja þá daga sem þú ert á blæðingum og ert ekki greind með legslímuflakk, þá bjóðum við þér að taka þátt í rannsókn sem metur verkjastillandi áhrif náttúrulegs fæðubótarefnisins,  SimeChOS, á tíðarverki.

Tilgangur rannsóknarinnar er að undirbúa stóra rannsókn sem áætlað er að gera á áhrifum efnisins, ásamt því að afla upplýsingar um hvaða áhrif tíðaverkir hafa á daglegt líf kvenna. Með þessu er síðan ætlunin að rannsaka hvort hægt sé að minnka tíðaverki hjá konum og auka lífsgæði þeirra með inntöku fæðubótarefnisins.

Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Genís á Siglufirði sem framleiðir fæðubótarefnið. Þátttaka þín fellst í því að taka inn fæðubótarefnið, sem þú færð sent  og svara spurningarlista sem þú fyllir út á netinu. Við mundum ekki safna persónulegum upplýsingum fyrir utan verkjastyrk og lífsgæði. Ekki verður unnt að rekja nein stör til þín persónulega, nafn þitt mun hvergi koma fram í rannsóknargögnum. Rannsóknin hefur fengið samþykki Vísindasiðanefndar og verið tilkynnt til persónuverndar. Ef þú vilt vera svo vinsamleg að taka þátt í rannsókninni sendu þá tölvupóst á Sigfríðar Ingu Karlsdóttur í tölvupóstfangið inga@unak.is sem veitir þér nánari upplýsingar.

Fyrir hönd rannsóknarhópsins
Dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir, dósent við HA
Sverrir Vídalín Eiríksson, sérfræðingur hjá Genís

 

Frétt og mynd: Genís