Hátt í tuttugu konur komu saman í gærkvöldi í Bókasafninu á Siglufirði með allskonar hannyrðir.

Bókasafnið stendur fyrir hannyrðakvöldum tvisvar í mánuði og eru þau afar vel sótt og er ýmislegt á prjónunum ásamt öðrum hannyrðum í gangi, einnig var verið að föndra gamaldags jólaskraut fyrir Bókasafnið. Kátt var á hjalla hjá konunum og heitt kaffi ásamt meðlæti í boði.

Allir eru velkomnir á hannyrðakvöldin, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er greinilegt að þarna er góður félagsskapur á ferð í léttu andrúmslofti.

 

Engill úr blaðsiðum og jólatré útbúið úr Rauðu seríunum

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir