Bogomil Font & Greiningardeildin hafa sent frá sér lagið Gardínur og nagladekk. Lagið og textann samdi Bragi Valdimar Skúlason, og tóku margir þekktir tónlistarmenn þátt í upptökunni.

Lagið er í spilun á FM Trölla.

Tónlistarmenn í laginu:

  • Sigtryggur Baldursson – söngur, slagverk
  • Bragi Valdimar Skúlason – hljómborð
  • Guðmundur Kristinn Jónsson – kassagítar
  • Eyþór Gunnarsson – píanó, harmónikka
  • Sigurður Guðmundsson – bakraddir, hljómborð
  • Rubin Pollock – bassi, gítar
  • Þorleifur Gaukur Davíðsson – munnharpa

Flytjandi: Bogomil Font & Greiningardeildin
Útgefandi: Stjörnusambandsstöðin / Alda Music
Höfundur lags og texta: Bragi Valdimar Skúlason

Stíll lagsins ber með sér hinn einkennandi blæ sveitarinnar – óvænta blöndu af leikandi orðum og fjölbreyttum hljóðfæratón, þar sem fyndni og fágun mætast í einu lagi.