Í gær afhenti Björn Valdimarsson Hversdagsmyndabókina sína í Súkkulaðikaffihúsinu hennar Fríðu. Þangað mættu þeir sem pöntuðu bókina í forsölu og fengu áritun hjá Birni.

Í bókinni eru 65 litmyndir sem Björn hefur tekið nyrst á Tröllaskaganum á síðustu árum. Þar eru myndir úr Fljótum, frá Máná, Sauðanesi, Héðinsfirði og Ólafsfirði, en langflestar myndanna eru teknar á Siglufirði.

Kaupendur í Reykjavík og á Akureyri geta nálgast bókina á miðvikudaginn. Í Reykjavík verður hún afgreidd í Beco á Langholtsvegi.

Fyrsta sending af bókinni er uppseld og önnur prentun væntanleg fyrir jól. Þeim sem vilja fá eintak úr þeirri sendingu er bent á að hafa samband við Björn sem fyrst með tölvupósti á bjornvald@yahoo.com eða á Facebókarsíðu hans.

Einnig verður bókin hans Fólkið á Sigló sem kom út í ársbyrjun 2017 og hefur verið uppseld í á annað ár endurprentuð.

Björn Valdimarsson að afhenda bókina

 

Myndirnar í bókinni eru teknar á Tröllaskaganum á síðustu árum. Þar eru myndir úr Fljótum, frá Máná, Sauðanesi, Héðinsfirði og Ólafsfirði, en langflestar myndanna eru teknar á Siglufirði.

 

Sjá frétt: Björn Valdimarsson gefur út nýja ljósmyndabók
Sjá heimasíðu Björns: HÉR