
Bókauppboð – Þak yfir ljóðið
Í dag mun Ljóðasetur Íslands á Siglufirði hefja bókauppboð á fésbókarsíðu sinni til að hjálpa til við að fjármagna hið nýja og glæsilega þak sem var verið að setja ofan á húsnæði Ljóðasetursins.
Ljóðasetrið á töluvert af aukaeintökum af ýmsum merkum ljóðabókum, sum þeirra árituð og tölusett og væri gott að þau kæmust í hendur ljóðaunnenda landsins.
Ljóðasetrið mun setja fram lágmarksverð og svo ræður hæsta boð hvar bókin endar. Hvert uppboð mun standa í 2 daga.
Tilboð berist með skilaboðum í gegnum fésbókarsíðu Ljóðasetursins og verður látið vita reglulega á síðunni hvernig hæsta boð stendur.
Fyrsta uppboðið hefst kl. 12.00 í dag, sunnudaginn 20. september og stendur fram á annað kvöld.