Heilsugæslustöðin á Akureyri hefur til umráða 150 skammta af bóluefni við influenzu og býður einstaklingum í áhættuhópi að skrá sig á Heilsuveru eða hringja á heilsugæslustöðina í síma 432 4600. Bólusetning fer fram 15. desember.

Vinsamlegast athugið að samkvæmt ákvörðun Sóttvarnarlæknis eru einstaklingar í áhættuhópi í forgangi. Ef einstaklingar sem ekki eru í forgangi skrá sig er áskilin réttur til að afskrá eða neita viðkomandi um bólusetningu.


Áhættuhópar sem njóta forgangs við inflúensubólusetninu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og      lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.
       
    Vakin er athygli á því að ofangreindir áhættuhópar eiga rétt á bóluefninu sér að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald skv. reglugerð nr. 225/2018.

Bólusetning gegn inflúensu veitir allt að 60–70% vörn gegn sjúkdómnum. Jafnvel þótt bólusettur einstaklingur fái inflúensu eru allar líkur á því að sjúkdómurinn verði vægari en ef hann væri óbólusettur.

Að gefnu tilefni er minnt á að einstaklinga má bólusetja jafnvel þó inflúensufaraldur sé hafinn því einungis tekur um 1-2 vikur að mynda verndandi mótefni eftir bólusetningu.

Sjá ítarlegar upplýsingar hjá Embætti landlæknis