Nú standa yfir opnir hreyfitímar fyrir íbúa Fjallabyggðar, 30 ára og eldri, í íþróttahúsum Fjallabyggðar.

Aðsókn hefur verið góð í Ólafsfirði en mjög dræm á Siglufirði. Einn tími er eftir í Ólafsfirði af því skipulagi sem lagt var upp með til reynslu, sá tími er í dag frá 17:00 – 18:00.

Ákveðið að halda áfram hreyfitímum eftir páska í Ólafsfirði þar sem þátttaka hefur verið mjög góð.

Opnir hreyfitímar í boði Fjallabyggðar