Bæjarráð Fjallabyggðar – 713. fundur

Á 714. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar lögð fram svör ofanflóðanefndar og svar Veðurstofu Íslands við erindum Fjallabyggðar, erindi Fjallabyggðar var sent í framhaldi afgreiðslu bæjarráðs á 710. fundi ráðsins.

Um leið og bæjarráð þakkar svör ofanflóðanefndar og Veðurstofu þá vill ráðið beina því til ofanflóðanefndar að hraðað verði endurskoðun hættumats og af því leiðandi hugsanlegum framkvæmdum.

Sveitarfélagið telur ekki ásættanlegt að áætlun Veðurstofu Íslands geri ráð fyrir því að endurskoðað hættumat verði lagt fram 2022 enda má af því draga þá ályktun að ekki verði farið í framkvæmdir fyrr en eftir nokkur ár.



Sjá nánar í fylgiskjölum:
Fjallabyggð – eftirlit með snjóalögum á Siglufirði – fyrirspurn frá íbúum – svar VÍ.pdf
Bráðabirgðarýmingarkort.png
Bréf til Fjallabyggðar – Stóri Boli.pdf
Ofanflóðanefnd – 2109057 – Ofanflóðavarnir. Stóri Boli, fyrirspurn frá íbúum 23.09 2021.pdf
Veðurstofa Íslands – 2109057 – Ofanflóðavarnir. Stóri Boli, fyrirspurn frá íbúum 23.09 2021.pdf

Bráðabirgðarýmingarkort