Byggðastofnun heldur úti gagnagrunni með húsnæði í boði á landsbyggðinni fyrir störf án staðsetningar.

Gagnagrunnurinn er mikið notaður af einstaklingum og stofnunum sem hyggja á að leigja húsnæði fyrir sín störf. 
Gagnagrunnurinn er aðgengilegur hér.

SSNV hefur sent inn nokkra möguleika á aðstöðu í landshlutanum en vakin er athygli á því að þeir aðilar sem hafa húsnæði í boði geta sent inn ábendingar til ssnv@ssnv.is eða beint á Byggðastofnun á Þorkel Stefánsson, thorkell@byggdastofnun.is.

Gott framboð af húsnæði af þessari gerð er forsenda þess að verkefnið um Störf án staðsetningar gangi vel og leiði til fjölgunar starfa á landsbyggðinni.

Skoða á ssnv.is