Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur á 298. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar f.h. Sóknarnefndar Ólafsfjarðarprestakalls.

Er það mat sóknarnefndar að af þeim tillögum sem bárust frá skipulags- og umhverfisnefnd sé svæði við Garðsveg ákjósanlegast fyrir nýjan kirkjugarð. Jafnframt er óskað eftir fundi með skipulags- og umhverfisnefnd til að ræða svæðið í heild.

Nefndin samþykkir að skoða betur umrætt svæði undir nýjan kirkjugarð. Greina þarf svæðið og kortleggja það land sem þörf er á undir fyrirhugaða notkun. Tæknideild falið að vinna málið áfram og kalla til fundar með sóknarnefnd þegar grunnvinnu er lokið.

Mynd/ skjáskot af google.com