Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir var haldin í gær, fimmtudaginn 14. október.

Að þessu sinni fór uppskeruhátíðin fram á utanverðum Tröllaskaga, þar voru einstaklingar og fyrirtæki á Dalvík, Ólafsfirði, Fljótum og Siglufirði heimsótt.

Uppskeruhátíðinni lauk síðan með kvöldverði og skemmtilegheitum á Kaffi Rauðku.

Þau ánægjulegu tíðindi bárust að ferðaþjónustu fyrirtækið Fairytale At Sea hlaut hvatningarverðlaun Markaðsstofunnar.

Þess má geta að nýverið hlaut ferðaþjónustu fyrirtækið Fairytale At Sea í Fjallabyggð þá tilnefningu að vera kosið í topp 10 á heimsvísu á lista TripAdvisor.

Frá uppskeruhátíði Markaðsstofu Norðurlands

Myndir/ aðsendar