Í Menntaskólanum á Tröllaskaga er áfangi sem Ida Semey kennir og heitir Matur og menning. Í þessum áfanga eru 13 nemendur sem hittast yfir pottunum og pönnum einu sinni í viku í eldhúsi Grunnskólans og elda framandi rétti frá öðrum menningarheimum frá grunni. Eins og Ida segir:
” nemendurnir fá að borða framandi menningu í gegnum matinn”

Fréttaritari Trölla fékk að vera með hópnum í tíma þar sem þau voru að elda mexíkóskt tortillias og var boðið að borða lostætið í lok tímans og bragðast það listavel. Í vetur fer kennarinn Ida Semey með hópinn í tvær vettvangsferðir og í lok annar verður boðið upp á matarveislu í MTR. Einnig koma af og til gestakokkar, gjarnan af erlendu bergi brotnir til að kenna nemendum matargerð frá þeirra heimalöndum.

Ida Semey er kokkur af hjartans list og skilar því til nemenda sinna á ljúfan og þolinmóðan hátt sem skilar sér í ánægðum hóp nemenda.

 

Hér er verið að leggja lokahöndina á tortilla sósu

 

Hér er Ida að kenna nemenda að þekkja mismunandi gerðir af chili pipar

 

Þessir nemendur sáu um bakstur á tortilla

 

Hér má sjá mismunandi gerið af chili pipar

 

Eldhúsið í grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði er vel útbúið og góð vinnuaðstaða er þar fyrir hendi

 

Hér er verið að steikja lauk og kartöflur

 

Verið að leggja á borðið

 

Hér má sjá afrakstur tímans í mat og menningu

 

Maturinn var virkilega góður og gaman að vera með krökkunum í tímanum

 

Hér má sjá uppskriftirnar sem unnið var með í tímanum