Í gær þriðjudaginn 28. apríl sungu börn úr Grunnskóla Fjallabyggðar ásamt kennurum fyrir íbúa Skálarhlíðar og vistmenn Sjúkrahússins á Siglufirði í fallegu vorveðri.

Eldri borgarar sem og aðrir sem hlýddu á börnin höfðu höfðu gaman af, enda sungu þau af lífi og sál og voru áheyrendur þeim þakklát fyrir skemmtunina.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir sem Sveinn Snævar Þorsteinsson tók og myndband sem Steingrímur Kristinsson tók.




Ljósmyndir: Sveinn Þorsteinsson
Myndband: Kristinn Steingrímsson