Efnilegir og flottir nemendur leikskólans Leikskála á Siglufirði komu óvænt í heimsókn í Ráðhúsið í gær og færðu starfsfólkinu mynd sem þau hafa teiknað og sungu. Hópurinn er að vinna með bókstafinn U og myndin því tengd stafnum og umferðinni.
Heimsóknin lífgaði upp á daginn í Ráðhúsinu og myndin einnig sem er einstaklega litrík og skemmtileg. Hún hefur nú verið hengd upp í stigaganginn.

Myndir/Fjallabyggð