Mikill kuldi hefur verið síðustu daga og vikur og vegna þessa er nú mikil klakamyndun og ísing í ám og lækjum.
Af gefnu tilefni biðlar Sveitarfélagið Skagafjörður til foreldra og forráðamanna um að brýna fyrir börnum að leika sér ekki á ísnum á Sauðá, né í kringum ána.
Nauðsynlegt er að ræða við börn um hættuna sem stafar af slíkum leik. Talsvert vatn er einnig farið að renna ofan á ísnum á köflum.
Mynd/af vefsíðu Skagafjarðar