N4 er að vinna að gerð fjögurra þátta um samfélagsleg áhrif norðlenskra jarðganga.
Fyrsti þátturinn fjallar um samfélagsleg áhrif elstu ganganna og hefur verið frumsýndur á N4, fjallar þátturinn um Strákagöng, sem tengir Siglufjörð við Skagafjörð.

Næst verður sýndur þáttur um Múlagöng, síðan Héðinsfjarðargöng og að lokum Vaðlaheiðargöng.

Umsjón með þáttunum hefur Karl Eskil Pálsson. Karl Eskil kom í viðtal á FM Trölla síðastliðinn sunnudag þar sem hann sagði frá þáttunum og ýmsu öðru. Hlusta má á viðtalið: Hér (kom inn í þáttinn á c.a. 30. mín).

 

 

Forsíðumynd: skjáskot úr þættinum