Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 5. nóvember sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 og breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal, í samræmi við 31.gr. og 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingarnar eru gerðar með það að markmiði að tryggja samræmi milli fyrirhugaðra framkvæmda og gildandi skipulagsáætlana. Helstu þættir breytinga eru uppfærsla á veglínu í gildandi aðal- og deiliskipulagi ásamt öðrum lagfæringum vegna breyttra forsenda sem kunna að hafa orðið á svæðinu frá því gildandi skipulag tók gildi.
Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar:
- Aðalskipulagsbreyting:https://skipulagsgatt.is/issues/2025/819
- Deiliskipulagsbreyting:https://skipulagsgatt.is/issues/2025/820
Tillögur að breytingu aðalskipulags og deiliskipulags liggja frammi á upplýsingatöflu á 3. hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24 á Siglufirði og í skipulagsgátt.
Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 22. desember 2025 til og með 9. febrúar 2026. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt.
Mynd: Ingvar Erlingsson

