Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu.

Víðast hvar er hálka eða hálkublettir og éljagangur eða skafrennur á vegum Norðurlands

Veður er norðan 15-25 m/s á V-hluta landsins, hvassast NV-til. Slydda eða snjókoma og rigning austast, en þurrt að kalla sunnan heiða. Vestlægari og heldur úrkomuminni A-lands.

Norðan 8-15 m/s á morgun, en 15-25 V-til, hvassast á Vestfjörðum. Rigning eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en þurrt syðra og áfram stórhríð á Vestfjörðum. Hiti yfirleitt kringum frostmark að 6 stigum með S- og A-ströndinni.

Heimild/Vegagerðin og Veðurstofa Íslands