Í gær var gerð smávægileg tæknileg breyting á því hvernig vefmyndavélar á trolli.is birtast á vefnum.
Breytingin er þannig að nú lokast glugginn sjálfkrafa eftir um það bil hálfa klukkustund, en teljari ofan við myndina sýnir í sekúndum hve langt er þar til glugginn lokast.
Ef fólk vill ekki að glugginn lokist má endurvekja hann með því að ýta á ⌘ R (mac) eða Ctrl R (windows), sem er jú sama leið og nota má til að endurhlaða hvaða vefsíðu sem er, svo fremi sem viðkomandi gluggi er valinn (focused).
Þetta er gert til þæginda fyrir notendur, svo að ekki safnist upp óþarfa gluggar á skjáborðinu, sem geta lent á bak við aðra glugga.