Breytingar á sorphirðukerfi standa nú yfir. Stærsta breytingin er fólgin í því að nú verða sóttir fjórir flokkar úrgangs við hvert heimili, auk þess sem hvatt er til að íbúar sameinist um sorphirðu eins og aðstæður gefa tilefni til.

Ekki stendur til að breyta sorphirðutíðni, áfram verður blandaður og lífrænn úrgangur sóttur á tveggja vikna fresti en plast og pappírs úrgangur á fjögurra vikna fresti eins og verið hefur. Þeir sem eru með gáma geta þó óskað eftir öðru fyrirkomulagi á tíðni losunar. Búast má við einhverjum hnökrum á sorphirðu á meðan breytingunum stendur.

Grenndargámar verða áfram til staðar fyrir umfram úrgang og þá flokka úrgangs sem ekki eiga heima í þessari fjórflokkun, til dæmis málma. Almennt er unnið að breytingum með það að sjónarmiði að íbúar verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þeirra.

Erindum vegna sorphirðu má beina til Akureyrarbæjar gegnum póstfangið flokkumfleira@akureyri.is til dæmis vaðandi breytingaóskir á tunnusamsetningu.

Nálgast má frekari upplýsingar hér.