Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi í samvinnu við félags- og vinnamarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið á Grand Hótel 15. mars kl. 14-16 undir yfirskriftinni Brotthvarf úr skólum – birtingarmynd ójafnra tækifæra?
Viðburðinum verður einnig streymt á tengli sem birtist á síðum ráðuneytanna skömmu fyrir upphaf málþings.
Á málþinginu verður meðal annars kynnt ný skýrsla, Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.
Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að brotthvarf sé birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Í skýrslunni eru gögn Hagstofu Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytis greind og horft til félagslegs og efnahagslegs bakgrunns nemenda ásamt námsárangri á grunnskólastigi. Skýrsluna unnu Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og Helgi Eiríkur Eyjólfsson, sérfræðingur. Frétt um skýrsluna.
Þeir sem munu fylgjast með í streymi þurfa ekki að skrá sig.
Dagskrá málþings 15. mars kl.14-16 í Háteigi á Grand Hótel
Stjórnandi málþings er Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi
Kl.14:00 Málþing opnað: Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktar
Kl.14:05 Ávarp: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
Kl.14:10 Kynning: Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og Helgi Eiríkur Eyjólfsson, sérfræðingur, kynna niðurstöður skýrslunnar Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum
Kl.14:55 Viðbrögð við tillögum skýrslunnar
- Andrea Jónsdóttir, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema
- Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs
- Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands
- Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri PEPP – samtaka fólks í fátækt
Kl.15:10 Kaffihlé
Kl.15:20 Pallborð ræðir skýrsluna með áherslu á tillögur hennar og næstu skref
- Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
- Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands
- Jónína Kárdal, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa
- Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands
Kl.15:50 Lokaorð: Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
Kl.16:00 Málþingi slitið: Sigurveig Gunnarsdóttir, sérfræðingur í mennta- og barnamálaráðuneytinu
Mynd: Golli