Bæjarstjóri / Hafnarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir hitti á rölti sínu um hafnarbryggjuna í morgunsárið hinn 18 ára nýstúdent, Jón Grétar Guðjónsson sem einnig hefur nýlokið skipstjórnarréttindum. Jón Grétar var á fullu að landa úr Oddverja SI en Jón Grétar er á strandveiðum þessa dagana.
Einn línubátur var einnig við bryggju, einn af þeim sem kemur til löndunar á Siglufirði á hverju vori. Voru sjómenn að vonum ánægðir með aflabrögð.
Gaman er að segja frá því að nýverið var sett upp skemmtilegt skilti á bryggjuna á Siglufirði sem sýnir fjarlægðir til hinna ýmsu borga og staða í heiminum.


Myndir/af facebooksíðu Fjallabyggðar