Mánudaginn 29. ágúst bauð Golfklúbbur Fjallabyggðar nágrönnum sínum í Golfklúbbi Siglufjarðar í heimsókn, en þetta var í annað sinn sem klúbbarnir hittast í sumar.
32 keppendur voru skráðir til leiks og voru spilaðar 9 holur, veitt voru verðlaun fyrir 3 sæti í punktakeppni í hvorum flokki. Einnig var liðakeppni strákar á móti stelpum og stóðu strákarnir uppi sem sigurvegarar með 142 punkta á móti 115 punktum stelpnanna.
Veðrið lék við keppendur líkt og fyrr í sumar og ekki hægt að segja annað en að dagurinn hafi heppnast frábærlega og keppendur skemmt sér vel.










Myndir/Golfklúbbur Fjallabyggðar