Sápuboltinn verður haldinn um helgina 21-23. júlí líkt og venjan er. Það má segja að fólkið komi nú að vestan eftir áratuga skemmtun á Mýrarboltanum í þrif á Sápuboltanum.
Sápuboltinn er nú haldin í sjöunda sinn á Ólafsfirði. Allt frá 2017 þegar að fyrsta mótið fór fram, hefur keppendum og áhorfendum fjölgað vonir standa til um að 800-1000. manns heimsæki Ólafsfjörð um helgina.
Auglýst dagskrá er vegleg, á föstudaginn frá kl: 16-18 er börnum og unglingum á aldrinum 6-14 ára boðið að koma og spreyta sig í sápubolta, krökkunum er getuskipt þegar að þau mæta og er frítt fyrir þau að taka þátt, samt sem áður er gerð sú krafa að börn 10 ára og yngri mæti með fullorðnum einstakling á svæðið til að mega taka þátt. Síminn ætlar að halda upp góðri stemningu á meðan krakkasápuboltinn stendur yfir og verður umgjörðin öll sú sama og þegar aðalmótið fer fram daginn eftir þar sem 300 einstaklingar í 48 liðum skemmta sér í sápuboltanum.
Á föstudagskvöldið verður alvöru sveitaballastemning í Tjarnarborg þegar að Stuðlabandið, mætir og spilar inn sápuboltann
Á Laugardagskvöldið frá 20-22 verður haldin útiskemmtun úti við Tjarnarborg þar sem öllum er boðið að koma þar stíga á svið Diljá, Eurovision stjarnan okkar, veitt verða verðlaun fyrir afrek dagsins í sápuboltanum og síðast en ekki síst verður brekkusöngur leiddur af Magnúsi Kjartanssyni söngvara í Stuðlabandinu, stefnt er að því að brekkusöngurinn verði sá fjölmennasti sem haldin hefur verið á Ólafsfirði.
Eins og sjá má á myndunum sem Guðný Ágústsdóttir tók af þátttakendum í fyrra er mikil gleði, jafnt hjá ungum sem öldnum á Sápuboltanum.
Myndir og heimild/aðsent