Rétt fyrir jól afhenti embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum fíkniefnaleitarhundinn Buster.
Buster, sem er tæplega tveggja ára gamall Labrador, var fluttur inn frá Englandi s.l. sumar og hefur verið í stífri þjálfun bæði á Litla Hrauni og Sauðárkróki.
Þar með hefur lögreglan á Suðurnesjum fengið nýjan liðsfélaga í baráttunni gegn fíkniefnum. Nafn hundsins, Buster, er afar viðeigandi, þar sem heimfæra má það við enska tungu yfir þann sem gómar einhvern.
Af facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.