Nýlega sendi listamaðurinn og tónskáldið Stefán Elí frá sér ylvolgan smell sem  ber heitið Walk You to Japan. Lagið er í spilun á FM Trölla.

Lagið er ævintýrakennt og dansar Stefán við hugmyndina af pílagrímsgöngu til Japans. “Just take my hand and I’ll walk you to Japan”.  Textinn er sá bjartsýnasti sem Stefán Elí hefur sent frá sér í langan tíma og tengist þeirri speki sem hann aðhyllist nú að ekkert sé ómögulegt.

“Fyrir mér stendur þetta upp úr sem mitt uppáhaldslag úr eigin ofni og hef ég beðið ofurspenntur eftir að deila því.”

 

Stefán Elí sá um upptökur, lagasmíð og pródúseringu en hann var þó ekki aleinn á báti þar sem faðir hans, Haukur Pálmason, hljóðblandaði og hljómjafnaði verkið ásamt því að leika listir sýnar við spil á bongo trommur og kom einnig við sögu margslungni gítargaldramaðurinn Kristján Edelstein sem spilaði dásemdar-funkgítar eins og honum einum er lagið.

Stefán Elí á Facebook og Instagram

Lagið má finna á Spotify

Aðsent.