- 1200 g nautahakk (2 bakkar)
- 3 msk olía
- 2½ tsk salt
- ½ tsk svartur pipar
- 1-2 tsk chilipipar
- 2 rauðlaukar
- 3 hvítlauskrif
- 3 dósir hakkaðir tómatar
- 1 box ferskir kirsuberjatómatar
- 1 dl chilisósa
- 2 tsk paprikukrydd
- 1 tsk sambal oelek (eða 2 tsk tabasco)
- ½ tsk kanil
- 1 tsk cummin
- 2 msk balsamik edik
- chili explosion
- 2-3 dósir baunir (ég notaði blöndu af nýrnabaunum, pintobaunum og cannellinibaunum)
Steikið nautahakkið og kryddið með salti, pipar og chilipipar. Setjið yfir í stóran pott.
Afhýðið og hakkið lauk og hvítlauk og steikið í olíu. Setjið í pottinn með nautahakkinu. Setjið hakkaða tómata, heila kirsuberjatómata og chilisósu í pottinn og hrærið öllu saman. Kryddið með paprikukryddi, kanil, cummin, chili explosion, balsamikediki og sambal oelek. Látið sjóða í 10 mínútur.
Hellið vökvanum af baununum og skolið þær í köldu vatni. Bætið baununum í pottinn og látið allt sjóða saman þar til baunirnar eru orðnar heitar.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit