Gróskumikið líf hefur verið í Barnastarfi Siglufjarðarkirkju um margra ára skeið. Samstarf þeirra Sigurðar Ægissonar, Rutar Viðarsdóttur og Viðars Aðalsteinssonar hefur staðið yfir í 19 ár með þeim árangri að börn, foreldrar þeirra og oft amma og afi mæta í barnastarfið á sunnudagsmorgnum.

Einnig hafa fermingarbörn það árið jafnframt tekið þátt í starfinu og nú hefur Edda Björk Jónsdóttir gengið til liðs við hópinn sem sér um barnastarfið.

Síðastliðinn sunnudag voru um 150 manns og telst það líklega met.

Ekkert barnastarf verður á komandi sunnudag, 22. október, því Siglufjarðarkirkja hefur lengi fylgt Grunnskóla Fjallabyggðar varðandi haust- og vorfrí og er svo enn.

Myndir/Sigurður Ægisson