Útgáfutónleikar Númer Núll fyrir aðra breiðskífu sveitarinnar fara fram á Hard Rock 31.1.


Númer Núll var stofnuð á Sauðárkróki einhvertíman milli 1993 – 1999 og hefur verið starfandi með hléum síðan.

Árið 2005 fór lagið Hér á allt að fá að flæða í fyrsta sæti útvarpsstöðvarinnar Xins 977. Seinna var lagið tilkynnt sem eitt af 100 mest spiluðu lögum stöðvarinnar.

Gestur Guðnason söngvari og gítarleikari Númer Núll er einnig þekktur fyrir störf sín með Atónal Blús og Stórsveit Nix Noltes.

Aðsent.