Á dögunum fékk Ljóðasetrið myndarlegan styrk frá Barnamenningarsjóði til að standa fyrir verkefninu Barnamenning á Ljóðasetri í sumar og nú er komið að fyrsta viðburðinum.

Í dag, þriðjudaginn 21. júní kl. 16.00 býðst börnum að koma á setrið, hlýða á ljóð og túlka þau í mynd/myndum. Sýning á verkunum verður svo haldin síðar.

Öll börn velkomin að taka þátt, teikniblokkir, blýantar og litir verða á staðnum. Nú er um að gera að hleypa ímyndunaraflinu lausu.

Mynd/af facebooksíðu Ljóðasetursins