Félagsmenn í Hestamannafélaginu Hring fögnuðu 60 ára afmæli félagsins þann 16. júní en félagið var stofnað 16. júní 1962.

Farin var hópreið um götur Dalvíkur og síðan haldið afmælishóf í Bergi.

Forseti sveitarstjórnar, Freyr Antonsson, færði formanni félagsins Lilju Guðnadóttur blómvönd og afmælisgjöf frá Dalvíkurbyggð að þessu tilefni.

Myndir/Dalvíkurbyggð