Chilihakkpizza

  • 500 g nautahakk
  • 1 laukur, skorinn í þunna hálfmána
  • 1 dós Hunt´s for chili (eða annað sambærilegt)
  • 1 rúlla tilbúið pizzadeig (eða annað pizzadeig)
  • pizzasósa
  • rifinn ostur

Hitið olíu á pönnu og steikið nautahakk vel. Bætið lauk á pönnuna og látið mýkjast. Hellið Hunt´s for chili yfir og látið sjóða saman í nokkrar mínútur.

Rúllið pizzabotninum út (eða fletjið út annað pizzadeig) og fletjið hann út svo hann fylli út í ofnskúffu. Setjið pizzasósu yfir, síðan hakkblönduna og að lokum ost yfir. Bakið í funheitum ofni þar til botninn er stökkur og osturinn bráðnaður. Stráið fínhökkuðum rauðlauki og fersku kóriander eða steinselju yfir áður en pizzan er borin fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit