Sigurður H. Ringsted, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð, hefur nú í annað sinn hannað og látið prenta dagatal með fuglamyndum sem hann tók sjálfur. Allur ágóði af sölu dagatalsins rennur til mannúðarstarfs deildarinnar.
Dagatalið kostar 3.000 krónur. Hægt er að kaupa það með því að hafa samband við Sigurð í síma 847 4259 eða með því að heimsækja skrifstofu Rauða krossins á Akureyri.

Myndir/ af facebook Rauða krossins við Eyjafjörð




