Á dögunum fór fram Söngvarakeppni Menningarfélags Húnaþings vestra.

Flytjendur og gestir skemmtu sér vel og margir tóku þátt í keppninni.

Helstu úrslit voru:

1. sæti – Hljómsveitin Ástarlogar (Ástrós Kristjánsdóttir, Elvar Logi Friðriksson og Heiðrún Nína Axelsdóttir) með lagið Say Something

2. sæti – Sunneva Eldey Þorvaldsdóttir með lagið Hard Place

3. sæti – Stella Guðrún Ellertsdóttir og Tómas Örn Daníelsson með lagið Don’t kill my vibe

Bestu búningarnir – Leikskólinn Ásgarður
Besta sviðsframkoman – Karlakórinn Mæjó

Fleiri myndir frá keppninni má sjá á Facebook-síðu Menningarfélagsins hér.

Félagið þakkar kynnunum, þeim Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur og Jódísi Erlu Gunnlaugsdóttir og dómnefndinni; Ásbirni Edgar Waage, Hildi Ýr Arnarsdóttur og Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur.

Einnig fá þakkir starfsfólkið á FarBarnum, og allir sem hjálpuðu á einhvern hátt til.

Ekki síst vill félagið þakka styrktaraðilum sem voru:
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra, Hvammstangi Hostel og Menningarsjóður Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu.