Hjá Sigló veitingum á Siglufirði starfar veitingastjórinn Frosti Olgeirsson.

Frosti hefur starfað á mörgum virtum veitingastöðum, bæði hérlendis og erlendis. Hann bjó í Frakklandi á uppeldisárum sínum en flutti svo til Íslands og lagði stund á nám í framreiðslu. Nú er Frosti fluttur til Siglufjarðar og vinnur með öflugu teymi Sigló veitinga.

 

Sjá einnig viðtal við Frosta á veitingageirinn.is