Fimmtudaginn 17. mars verður boðað til auka hreinsunardags fyrir hunda og ketti í Dalvíkurbyggð. Nú gefst tækifæri fyrir þá sem misstu af hreinsuninni fyrir áramót að mæta. Allir sem eiga skráða hunda og ketti og hafa greitt leyfisgjöld eru velkomnir með dýrin sín.

Dýralæknirinn verður að störfum milli 16 og 18 í Áhaldahúsinu við Sandskeið. Þar sem um blandaðan dag er að ræða, þ.e.a.s. báðar tegundir eru á sama tíma, er mikilvægt að eigendur hafi góða stjórn á dýrunum sínum.