Í gær 8. júlí voru níu ár liðin frá opnun Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði. Var það frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands sem lýsti Ljóðasetrið formlega opið.

Ljóðasetur Íslands á sér enga hliðstæðu á landinu og gefur gestum færi á að glugga í ljóðabækur og upplifa lifandi viðburði alla daga yfir sumartímann kl. 16:00.

Ljóðasetur Íslands er staðsett að Túngötu 5, Siglufirði. Sími: 865-6543

Hér má sjá viðtal sem N4 tók við Þórarinn Hannesson forsvarsmann Ljóðaseturs íslands árið 2018.

Forsíðumynd tók Sveinn Þorsteinsson við opnunina.