Innanlandsferð félagsmanna Einingar-Iðju þetta árið var dagsferð sem farin var nýlega út í Grímsey. Fjölmargir félagsmenn og fjölskyldumeðlimir þeirra sigldu út í Grímey, nutu eyjarinnar í um fjóra tíma og sigldu svo í land á ný.
Farið var með rútu frá Akureyri til Dalvíkur kl. 8:00 þar sem Sæfari fór með hópinn til Grímseyjar. Stoppað var í 4 tíma og síðan siglt til baka til Dalvíkur þar sem rútan beið og skilaði ferðalöngum til Akureyrar á ný.
Þann dag var lokadagur Sumarsólstöðuhátíðar sem staðið hafði yfir í eyjunni í nokkra daga og því var m.a. markaður á bryggjunni sem sumir úr hópnum nýttu sér. Þá var einnig leiðsögumaður til staðar sem fór með hópinn um eyjuna á strætisvagni. Einnig var gengið um eyjuna og hún könnuð.
Sjá einnig á vef Einingar-Iðju hér.