Berjadagar er fjölskylduvæn þriggja til fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer um Verslunarmannahelgi ár hvert í Ólafsfirði í Fjallabyggð, Norðurlandi eystra þegar aðalbláberin fara að taka á sig svartan lit og dísætt bragðið.
Hátíðin var stofnuð 1999 og hefur fest sig í sessi. Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar! Á Berjadögum tónlistarhátíð koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í kynngimögnuðum tónlistarsölum sem gera upplifun af klassískum tónleikum einstaka. Í Ólafsfirði eru 14 dalir og hátíðin býður því upp á göngu með náttúruskoðun, brunch á Kaffi Klöru, skógrækt, listsýningu í Pálshúsi og ekki síst glæsilega tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg og í Ólafsfjarðarkirkju.
Á hátíðinni hljómar klassísk tónlist, djass, brasilísk tónlist, þjóðlög, íslensk sönglög og ópera. Berjadagar voru stofnaðir með einkunnarorðin ,,Náttúra og listsköpun” í huga af Erni Magnússyni píanóleikara. Listrænn stjórnandi frá 2013 er bróðurdóttir hans Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari.
Ólafsfjörður liggur 60 km norður af Akureyri og þar er hinn frægi Ólafsfjarðarmúli. Keyrsla milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er ca. 20 mínútur og keyrsla milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er ca 15 mínútur.
Hægt er að sjá dagskrána: HÉR
Mynd/ af facebooksíðu Berjadaga