Þvottahúsið Perlan á Hvammstanga er til sölu.

Fyrirtækið sinnir ferðaþjónustuaðilum og fyrirtækjum í Húnaþingi vestra ásamt því að sjá um ræstingar hjá nokkrum ferðaþjónustufyrirtækjum á Hvammstanga. Fyrirtækið er í 154 fm. leiguhúsnæði að Höfðabraut 34 og er búið eftirfarandi tækjum:
6 þvottavélar,  þrjár 25 kg, ein 12 kg, ein 18 kg og sú nýjasta 32 kg.
4 þurrkarar, tveir 36 kg, einn 23kg, og einn 18 kg.
2 strauvélar, önnur þeirra með langbroti.
2 Caddy sendibifreiðar.
Þá leigir þvottahúsið út lín til viðskiptavina og á lín á um 400 rúm.

Það er Nes fasteignasala sem sér um söluna.