Síðan 1967 hefur Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar verið haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 8. apríl sem er fæðingardagur H.C. Andersen. Hann er haldinn hátíðlegur til að vekja athygli á barnabókum og kærleika sem fylgir lestri.
Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar eru hvattir til að mæta með uppáhalds bókina sína í skólann.
IBBY á Íslandi heldur upp á dag barnabókarinnar með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Kristín Ragna Gunnarsdóttir skrifað skemmtilega smásögu fyrir þetta tilefni, Svartholið.
Smelltu HÉR til þess að skoða allar upplýsingar um söguna, hvenær hún hefst og svo fylgir flottur verkefnapakki með sem hentar ólíkum aldurshópum.