Myndbandaleigan Vídeóval sem verið hefur til húsa að Suðurgötu 6 á Siglufirði hefur lokað í því húsnæði og er að flytja starfsemina að Túngötu 11 á Siglufirði.

Fyrirhugað er að opna á ný fimmtudaginn 18. apríl í glæsilegu húsnæði. Myndabandaleiga leggst af en þess í stað verður boðið upp á ís allt árið, aðstöðu til að setjast niður og fullt af nýjungum sem viðskiptavinir geta kynnt sér þegar nýtt og glæsilegt Vídeóval opnar.

 

Það eru mörg handtökin eftir fyrir opnun, en það eru vaskir menn að störfum og verður spennandi að sjá nýja og glæsilega sjoppu á fimmtudaginn