Dagur stærðfræðinnar er haldinn hátíðlegur fyrsta föstudag í febrúar ár hvert.
Markmið með Degi stærðfræðinnar er annars vegar að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu og hins vegar að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi.
Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu héldu daginn heldur betur hátíðlegan og einblíndu sér að stærðfræðinni í allan daginn.
Í skólanum voru ýmsar stöðvar í gangi þar sem nemendur áttu möguleika að spreyta sig í skák, stærðfræðikeppni í gegnum Kahoot, lita eftir tölum og stærðfræðidæmum, skrifa upp tölur, skiptast á að fara með margföldunartöfluna, bingó, lego, kubbar, vinnubækur og fleira.
Heimild og myndir/Grunnskóli Fjallabyggðar